Hinsegin dagar hefjast í dag og að því tilefni hafa tröppurnar við Menntaskólann í Reykjavík verið málaðar í litum regnbogans. Sjálf Gleðigangan, hápunktur hátíðarhaldanna, fer síðan fram næstkomandi laugardag. Þar mun Guðni Th. Jóhannesson flytja ávarp á sviðinu við Arnarhól. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur beinan þátt í dagskrá Hinsegin daga. Lesa meira
↧